Miðvikudagur. 09 janúar 2013
Jón Margeir Íþróttakarl Kópavogs 2012

Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni og Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2012. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum í gær, þann 8. janúar.
Fengu þau Jón og Íris að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá bæjarstjórn Kópavogs.
Nánar um málið á heimasíðu Kópavogs