
Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF kvaðst afar ánægður með nýja samninginn. „Össur hf. hefur ávallt fylgt okkur vel að málum og við hjá ÍF fögnum þessum nýja samstarfs- og styrktarsamningi heils hugar. Verkefni ÍF eru æði mörg og kostnaðarsöm og Össur hefur fullan skilning á því hvað þurfi til að tefla fram íþróttafólki á heimsmælikvarða.“
Mynd/ Sigurborg Arnarsdóttir frá Össuri og Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF við undirritun nýja samningsins.