
Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður stjórnar Íþróttasambands fatlaðra, sagði við þetta tækifæri að það væri ánægjulegt og hvetjandi fyrir sambandið og íþróttafólkið að sjá hversu margir hefðu lagt leið sína í Bláa Lónið. „Samstarf við þekkt vörumerki eins og Blue Lagoon er einnig mikilvægt fyrir okkur þar sem það vekur athygli á Íþróttasambandi fatlaðra.“
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, sagði við þetta tækifæri: „Við hjá Bláa Lóninu erum mjög stolt af því að vera samstarfsaðili Íþróttasambands fatlaðra. En Bláa Lónið og Íþróttasamband fatlaðra hafa gert með sér samstarfssamning sem gildir fram yfir Ólympíumótið í Ríó, 2016.
Þetta unga íþrótta-og afreksfólk er jafnframt mikilvægar fyrirmyndir fyrir okkur öll, hvert og eitt þeirra náði einstökum árangri í sinni grein. Öll settu þau Íslandsmet og Jón Margeir kom heim með gullverðlaun auk þess að setja heimsmet,“ sagði Grímur.
Mynd/ Ellert Grétarsson