
Hlaupið var ekki skipað neinum smjattpöttum því þarna voru m.a. Oscar Pistorius, Jerome Singleton, Arnu Fourie og Richard Browne.
Peacok kom í mark á nýju Ólympíumótsmeti 10,90 sek. Annar varð Bandaríkjamaðurinn Richard Browne á 11,03 sek. og Suður-Afríku maðurinn Arnu Fourie á 11,08 sek. Oscar Pistorius sem tók gull í Peking 2008 hafnaði í fjórða sæti og komst ekki á pall.
Kjaftfullt var á leikvanginum og fagnaðarlæti heimamanna komu örugglega fram á skjálftamælum þegar Peacock rauk fyrstur í mark.
Mynd JBÓ/ Peacock fremstur í 100m hlaupi T44 í kvöld.