
Í dag er m.a. fyrsta umferð í 200m hlaupinu í flokki T44 en þar keppir Oscar Pistorius og því má búast við því að Ólympíuleikvangurinn verði kjaftfullur en mikill áhugi er fyrir Oscari hér ytra.
Dagskrá dagsins má nálgast hér
Íslenski hópurinn fær svo góða heimsókn í dag en Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra er væntanlegur í Ólympíumótsþorpið.
Mynd/ Guðbjartur Hannesson og eiginkona hans Sigrún Ásmundsdóttir á tali við Kára Jónsson landsliðsþjálfara ÍF í frjálsum.