
Kvöldið í Garð var afar vel heppnað og valinn maður í hverju rúmi. Fyrrum landbúnaðarráðherrann Guðni Ágústsson var veislustjóri kvöldsins og tvíburabróðir hans Jóhannes Kristjánsson eftirherma var einnig með skemmtiatriði. Einar Mikael töframaður var mættur á svæðið og söngatriði frá List án landamæra gladdi gesti og þá hóf Árni Johnsen upp raust sína. Harmonikkuunnendur af Suðurnesjum léku skemmtileg lög sem og Eyjabandið og Páll Rúnar Pálsson bassasöngvari tók lagið en margt fleira skemmtilegt var á boðstólunum.
Alls styrkti Skötumessan Ólympíumótsfarana um heilar 200.000 kr. og fyrir hönd íþróttamannanna vill Íþróttasamband fatlaðra koma á framfæri innilegu þakklæti til handa Skötumessunni, Ásmundi og öllu hans góða fólki.
Mynd/ Sveinn Áki Lúðvíksson afhenti Ásmundi þakkarskjal á Skötumessunni í Garði en á því er mynd af íslensku Ólympíumótsförunum.