
Pistorius verður fyrsti keppandinn á Ólympíuleikunum til að notast við gervifætur en hann hleypur eins og kunnugt er á koltrefjafjöðrum frá Össuri.
Pistorius, sem er 25 ára gamall, var í boðhlaupssveit Suður-Afríku á HM í fyrra en hljóp þá reyndar ekki í úrslitunum. Hann var aðeins 22/100 úr sekúndu frá því að ná ólympíulágmarkinu í 400 metra hlaupi en getur glaðst yfir því að hafa verið valinn í boðhlaupssveitina.