
Hulda komst ekki í úrslit þrátt fyrir bætinguna á Íslandsmetinu og hafnaði í 10. sæti, rétt á eftir hinni grísku Valasia Krygiovanaki sem varpaði kúlunni 9,22 metra.
Evrópumeistaramótið í Hollandi er fyrsta stórmótið sem Hulda tekur þátt í á vegum IPC og verður fróðlegt að fylgjast með madömmunni úr Mið-Mörk í framhaldinu.
Mynd: Jón Björn/ Hulda Sigurjónsdóttir fagnaði Íslandsmeti í Hollandi.