
Æfingar þessar eru opnar þeim einstaklingum sem tekið hafa þátt í landsliðsverkefnum ÍF undangengna mánuði og fara fram mánudaga til föstudaga frá 08:00 – 10:00 og mánudaga, þriðjudaga og föstudaga frá 16:00 – 18:00.
Æfingaaðstaða og þjálfun eru sundmönnum að kostnaðarlausu en annan kostnað s.s. ferðir, fæði og uppihald ber sundfólkið sjálft.
Þeir sem áhuga hafa á því að nýta sér sumaræfingar þessar eru vinsamlegast beðin að skrá sig hjá if@isisport.is
(Tekið er fram að æfingar falla niður dagana 16.-20. júlí).