
Hjá Helga var fyrst um nýtt og glæsilegt met að ræða í 100m. hlaupi í flokki T42. Á laugardag setti Helgi einnig nýtt Íslandsmet í langstökki í flokki F42 er hann stökk 4,45m. sem er fimmta lengsta stökk ársins í hans flokki.
Þá er langstökkið hjá Helga það tíunda lengsta síðastliðin tvö ár í flokki F42. Flokkarnir skiptast þannig að T stendur fyrir track, eða keppni á braut, s.s. spretthlaup og F stendur fyrir field eða greinar eins og kastgreinar eða langstökk.
Þriðja Íslandsmetið hjá Helga kom svo í 200m. hlaupi er hann kom í mark á tímanum 32,05sek í grenjandi rigningu og mótvindi.
Langstökkvarinn Baldur Ævar Baldursson stökk lengst 5.02m. og bætti árangur sinn frá mótinu í Túnis um 1 cm. og er því enn 8 cm. frá Ólympíumótslágmarkinu. Það er því ljóst að möguleikar Baldurs á þátttöku í Ólympíumóti fatlaðra fara dvínandi.
Fylgist með okkur á Facebook
Mynd/ Helgi í langstökki á Ítalíu um helgina.