Mótið, sem fram fer í Fredricia í Danmörku, hefst á laugardagsmorgun en fyrirhugað var að níu keppendur frá Íslandi yrðu meðal þátttakenda. Íslenski hópurinn mætti á lokaæfingu í gær þar sem hann stillti saman strengi sína fyrir komandi átök og var hópurinn þá myndaður. Því miður verður ekki af þátttöku þeirra en fróðlegt hefði verið að fylgjast með árangri þeirra á mótinu.
Næsta Norðurlandamót í boccia fer fram hér á landi 2010 og gefst Íslendingum þá kostur á að sýna hvað í þeim býr.