Malmö Open mótið
í Svíþjóð fer nú fram í 33. sinn en mótið er stærsta árlega fjölgreina íþróttamótið
fyrir fatlaða í heiminum þar sem 2500 íþróttamenn leiða saman hesta sína í 15
íþróttagreinum. Myndarlegur hópur frá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík lagði í
dag land undir fót og er á leið til Svíþjóðar.
Alls skipar hópur ÍFR 36 manns en þar af eru 19 keppendur, 10 í sundi, 6 í
boccia og 3 í borðtennis.