Nóg er um að vera í Laugardal þessa stundina en laust eftir hádegi
lauk Opna Reykjavíkurmótinu í frjálsum þar sem glæst tilþrif litu dagsins ljós.
Mótið var haldið á vegum Asparinnar í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal og á
meðfylgjandi mynd má glögglega sjá að keppnin var allsvakaleg í langstökkinu.
Nánari úrslit frá mótinu koma síðar ásamt fleiri myndum.
Núna er að hefjast á slaginu 15:00 Íslandsmót ÍF í 25 m. laug í innilauginni í Laugardal og hafa keppendur þegar tekið við að hita upp og er von á skemmtilegri keppni.
Nánar frá mótunum síðar...