Dagana 22. - 23. nóvember sl fór fram í Gävle í Svíþjóð aðalfundur
Evrópudeildar INAS-Fid (Alþjóðahreyfingar þroskaheftra íþróttamanna). Fulltrúar
Íslands á fundinum voru þeir Þórður Árni Hjaltested, ritari stjórnar ÍF og
stjórnarmaður Evrópudeildar INAS-Fid og Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri
fjármala og afrekssviðs ÍF. Samhliða fundinum var haldin ráðstefna, þar sem
meðal efnis var möguleg þátttaka þroskaheftra íþróttamanna í London 2012,
flokkunarmál og viðhorf INAS-Fid til IPC (Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra) og
nánari samvinna þessara samtaka í millum. Einnig voru veittar upplýsingar um
Global Games - Heimsleika þroskaheftr
a íþróttamanna sem haldnir verða í Tékklandi í júlímánuði 2009.
Auk venjulegra aðalfundastarfa var fjallað um stöðu og stefnu samtakanna
vegna aðalfundar INAS-Fid sem fram fer í aprílmánuði 2009. Þá var kosið til
ýmissa embætta innan samtakanna þar sem Þórður Árni var m.a. kosinn nýr
varaformaður þeirra. Athygli er vakin á nýrri heimasíðu samtakanna www.inas-fid-europe.com