Í tilefni af
skrifum DV 9. september 2008 vill Íþróttasamband fatlaðra taka fram að sú hefð
hefur skapast að bjóða einum ráðherra ríkisstjórnarinnar á Ólympíumót fatlaðra.
Íþróttasamband fatlaðra óskaði eftir því að Jóhanna Sigurðardóttir, Félags- og tryggingamálaráðherra yrði heiðursgestur Ólympíumóts fatlaðra árið 2008 í Peking og þekktist hún boðið.
Íþróttasamband fatlaðra hefur átt mjög gott samstarf við menntamálaráðherra og harmar þessi ómaklegu skrif.