Fréttir

Forseti Íslands mun taka þátt í kyndilhlaupi lögreglumanna og setja Íslandsleika Special Olympics 2017

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu verða í Reykjaneshöllinni 27. nóvember kl. 14.00 - 16.00 Kyndilhlaup lögreglu hefst kl. 13.30 frá lögreglustöðinni.  Forseti Íslands mun taka þátt í kyndilhlaupi lögreglumanna og setja mótið, ásamt keppanda.

Jóhann Þór náði góðum árangri í Landgraaf

Skíðamaðurinn Jóhann Þór Hólmgrímsson, Akur, er nýkominn aftur til Íslands eftir góða ferð til Landgraaf í Hollandi þar sem hann keppti á sínu fyrsta móti þessa vertíðina. Kaffið.is ræddi við Jóhann Þór en viðtalið við hann má sjá í heild...

Bocciadeild Völsungs tekur að sér Íslandsmótið 2017

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í einliðaleik í boccia 2017 mun fara fram á Húsavík í samstarfi og samráði við Bocciadeild Völsungs.

Fimm ný Íslandsmet á ÍM25 í Hafnarfirði

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 25m laug fór fram í Hafnafirði síðastliðna helgi. Mótið fór fram samhliða ÍM25 hjá Sundsambandi Íslands. Alls féllu fimm ný Íslandsmet á mótinu og eitt þeirra setti sundmaðurinn Már Gunnarsson frá ÍBR/Nes á sjálfan...

Opið erindi um svefn, hvíld og afreksfólk í íþróttum

Laugardaginn 12. nóvember næstkomandi verður Íþróttasamband fatlaðra með opið erindi um svefn, hvíld og afreksfólk í íþróttum. Erlingur Jóhannsson prófessor við Háskóla Íslands flytur erindið.

Icecup Alþjóðlegt skautamót á vegum skautadeildar Aspar

Skautadeild Aspar í samvinnu við Special Olympics á Íslandi stendur að alþjóðlegu skautamóti fyrir fólk með fötlun dagana 4 - 6 nóvember.  Heimasíða leikanna er  http://icecup.is/  og fb síða https://www.facebook.com/icecup.is/ 

Myndband: Paralympic-dagurinn 2016

Paralympic-dagurinn 2016 fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal þann 22. október síðastliðinn. Fjöldi gesta lagði leið sína í Laugardal til að taka þátt í þessum stóra og skemmtilega kynningardegi á íþróttum fatlaðra á Íslandi.

Úrslit einliðaleiks ÍF í boccia 2016

Íslandsmót ÍF í einliðaleik í boccia fór fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki um síðastliðna helgi. Jakob Ingimundarson frá ÍFR varð sigurvegar í 1. deild og kollegi hans Lúðvík Frímannsson hreppti silfrið. Sigurjón Sigtryggsson frá Snerpu hafnaði svo í 3. sæti....

22. október: Paralympic-dagurinn 2016

Laugardaginn 22. október næstkomandi fer Paralympic-dagurinn fram í annað sinn á Íslandi. Um er að ræða stórskemmtilega kynningu á íþróttastarfi fatlaðra á Íslandi. 

Dagskrá Íslandsmótsins á Sauðárkróki og mótaskrá

Íslandsmót ÍF í einliðaleik í boccia verður sett í íþróttahúsinu á Sauðárkróki annað kvöld en íþróttahúsið gengur jafnan undir nafninu Síkið. Hér að neðan er dagskrá mótsins ásamt upplýsingum um lokahófið sem og tengill á keppnisdagskrá helgarinnar.

Íslandsmót ÍF í 25m laug í Hafnarfirði

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 25m laug fer fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði dagana 19. og 20. nóvember næstkomandi. 

Alþjóðlegur dagur CP í dag

Í dag 5.október 2016 er alþjóðlegur dagur CP. Alltaf fyrsta miðvikudag í október er þessi dagur helgaður Cerbral Palsy.  

Íþróttafélagið Suðri 30 ára

30 ára afmælishóf íþróttafélagsins Suðra var haldið 1. október í Þingborg. 

Knattspyrnuæfingar fyrir konur með fötlun

Íþróttasamband fatlaðra og Knattspyrnusamband Íslands hafa undanfarin ár unnið að því að efla knattspyrnuiðkun meðal fatlaðra.

Ríó-hópurinn boðinn velkominn til landsins í Arionbanka

Allur íslenski Paralympic-hópurinn er kominn heim til Íslands eftir leikana í Ríó de Janeiro. Tekið var formlega á móti hópnum í höfuðstöðvum Arionbanka við Borgartún í Reykjavík.

Dagskrá Íslandsmóts ÍF og Grósku

Íslandsmót ÍF og Grósku í einliðaleik í boccia fer fram á Sauðárkróki dagana 14.-16. október næstkomandi. Hér að neðan fer dagskrá mótsins:

Kynning á nútímafimleikum í Austurbæjarskóla í dag!

Íþróttafélagið Ösp stendur fyrir kynningu á mánudaginn 3. október milli kl. 17:00-18:00 í Nútíma fimleikum (Rhytmik Gymnastics ) fyrir þroskahamlaðar stúlkur á aldrinum 14-25 ára í Íþróttahúsi Austurbæjarskóla gengið inn frá Vitastíg ( Ská á móti Vitabarnum beint á móti barnaheimilinu Ós) Leiðbeinendur...

Þorsteinn fánaberi Íslands við lokahátíðina í kvöld

Lokahátíð Paralympics í Ríó de Janeiro fer fram á Maracana-leikvanginum í kvöld. Að þessu sinni er það bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson sem verður fánaberi Íslands við hátíðina.

Jón Margeir í úrslit í 200m fjórsundi

Allir þrír íslensku sundmennirnir tóku þátt í undanrásum í morgun á Paralympics í Ríó de Janeiro. Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir, komst í úrslit í 200m fjórsundi en Sonja Sigurðardóttir, ÍFR, og Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, hafa báðar lokið keppni.

Sonja í úrslit í 50m baksundi

Sundkonan Sonja Sigurðardóttir, ÍFR, komst áðan í úrslit í 50m baksundi S4 kvenna þegar hún kom í bakkann á 1.01,65mín. sem er ögn frá Íslandsmeti hennar í greininni. Ekki var slegið slöku við í undanrásariðli Sonju því heimsmet féll í...

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13