Fréttir

Keppnisdagskrá Íslands í Ríó

Íslensku keppendurnir á Paralympics 2016 halda til Brasilíu næstkomandi miðvikudag, 31. ágúst. Mótið sjálft er sett þann 7. september og lokahátíðin fer fram þann 18. september. Hér að neðan má nálgast tengil á ítardagskrá íslenska hópsins í Ríó de Janeiro. ...

Vertu með - auglýsingaherferð ÍF

Fyrsta auglýsingaherferð Íþróttasambands fatlaðra í sjónvarpi hefur nú hafið göngu sína en framleiðslufyrirtækið Eventa Films sá um framleiðslu auglýsinganna. 

ÍF og Smartmedia gangsetja nýja síðu

Íþróttasamband fatlaðra í samstarfi við vefhönnunar- og margmiðlunarfyrirtækið Smartmedia hefur sett í loftið nýtt útlit á heimasíðu sambandsins, www.ifsport.is 

Samstarf við NCSD Winter Park Ný verkefni fyrir fjölskyldur og hreyfihamlaðar konur

ÍF er að kanna áhuga á fjölskylduferð til Winter Park í Colorado 2017 en í janúar 2016 var farin fyrsta ferðin í samstarfi við NSCD, National Sport Center for disabled.  Þá fóru fimm fjölskyldur fatlaðra barna til Winter Park Aðaláherslan...

Íþróttadómstóllinn hafnaði áfrýjun Rússa

Ísland fær ekki fleiri sæti í Ríó Málefni Rússlands vegna Ólympíumóts fatlaðra í Ríó hafa verið í brennidepli undanfarnar vikur. Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) meinaði á dögunum öllum rússneskum íþróttamönnum þátttöku í Paralympics í Ríó sökum svæsinna lyfjamisferlismála í Rússlandi sem teygja...

Vel heppnað Íslandsmót í frjálsum á Akureyri

Íslandsmóti ÍF í frjálsum utanhúss fór fram á Akureyri 23. og 24.júlí samhliða Meistaramóti Íslands hjá FRÍ. Alls lágu 7 Íslandsmet í valnum eftir harða atlögu okkar besta afreksfólks úr röðum fatlaðra þrátt fyrir bleytu og 10°C. Patrekur Andrés Axelsson úr Ármanni...

HM í frjálsum í London 2017

Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum fer fram í London dagana 14.-23. júlí 2017. Í dag er því nákvæmlega eitt ár fram að móti. Miðasala á viðburðinn hefst þann 1. ágúst næstkomandi.Mótið fer fram á Queen Elizabeth Olympic Park þar sem frjálsíþróttakeppnin...

HM í sundi í Mexíkó 2017

Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi fer fram 29. september-7. október í Mexíkóborg í Mexíkó. Um stórviðburð er að ræða þar sem Mexíkóborg mun á sama tíma einnig standa fyrir heimsmeistaramóti fatlaðra í lyftingum en mótin munu standa í alls níu daga.Gert...

Ísland sendir fimm fulltrúa á Rio Paralympics!

Dagana 7.-18. september næstkomandi fara Paralympics (Ólympíumót fatlaðra) fram í Rio de Janeiro í Brasilíu. Eins og alkunnugt er orðið fara Paralympics fram á sama stað og við sömu aðstæður og sjálfir Ólympíuleikarnir. Að þessu sinni tókst fimm afreksmönnum úr...

Þorsteinn brýtur blað í sögu íþrótta fatlaðra á Íslandi

Bogfimiskyttan Þorsteinn Halldórsson varð í vikunni fyrstur Íslendinga til þess að tryggja sér þátttökurétt á Paralympics í bogfimi. Þorsteinn tók þátt í úrtökumóti í Tékklandi sem fram fór í Nove Mesto og í útstláttarkeppninni mætti hann Spánverja og varð þar...

NM í Boccia 2016

Um miðjan maí fór Norðurlandamót fatlaðra í boccia fram í Pajulahti í Finnlandi en mótin eru haldin annað hvert ár til skiptis á Norðurlöndunum. Ísland sendi fimm keppendur til þátttöku á mótinu í ár en það voru Ástvaldur Bjarnason, Nes...

Helgi Evrópumeistari í spjótkasti!

Helgi Sveinsson, Ármann, er Evrópumeistari í spjótkasti í flokkum F42-44 eftir glæsilegan sigur á EM fatlaðra í frjálsum sem nú stendur yfir í Grosetto á Ítalíu. Lengsta kast Helga í keppninni í dag var 55,42 m. sem er Evrópumeistaramótsmet í...

Stefanía með nýtt Íslandsmet á Ítalíu

Nýtt Íslandsmet í 400m hlaupi T20 (þroskahamlaðir) leit dagsins ljós á Evrópumeistaramóti fatlaðra í morgun þegar Stefanía Daney Guðmundsdóttir, Eik, kom í mark á tímanum 1.08,97 mín. Tíminn er nýtt Íslandsmet en þetta er í þriðja sinn sem Stefanía keppir...

Arnar sjöundi í 200m spretti

Arnar Helgi Lárusson, UMFN, opnaði í gær þátttöku Íslands á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsum sem nú stendur yfir í Grosseto á Ítalíu. Arnar keppti þá í 200m hjólastólarace í flokki T53.Íslandsmet Arnars í greininni hélt velli þar sem hann kom...

Níu í röð hjá Firði!

Fjörður varð um helgina bikarmeistari fatlaðra í sundi níunda árið í röð en Blue Lagoon bikarkeppni ÍF fór fram í Laugardalslaug. Fjarðarliðar hafa verið sigursælir síðustu níu árin í keppninni og hlutu í dag 12.469 stig. Lið ÍFR hafnaði í...

Tíunda bæting Arnars á árinu og nýtt Íslandsmet

Arnar Helgi Lárusson setti áðan nýtt Íslandsmet í 400m hjólastólarace á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum sem fram fer á Ítalíu. Arnar kom í mark á 1.03.91 mín. sem er tíunda persónulega bætingin hans á árinu og nýtt Íslandsmet eins...

Jón með nýtt heimsmet í Þýskalandi!

Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir, er þessa dagana staddur í Þýskalandi á opna þýska meistaramótinu þar sem hann setti nýtt heimsmet í 800m skriðsundi í flokki S14! Jón kom í bakkann á 8.48,24 mín. en gamli tíminn hans var 8.53,13...

Hulda fánaberi Íslands á stærsta Evrópumótinu frá upphafi

Fimmta Evrópumeistaramót IPC (Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra) í frjálsum var sett í Grosseto á Ítalíu í kvöld. Hulda Sigurjónsdóttir, Suðra, var fánaberi Íslands við opnunarhátíðina en Ísland teflir fram alls fjórum keppendum á mótinu. Ásamt Huldu keppa þau Helgi Sveinsson, Ármann, Arnar...

Ráðstefna um áhrif hreyfingar á þroska heila og taugakerfis með áherslu á snemmtæka íhlutun

Mjög athyglisverð ráðstefna var haldin á Íslandi 6. júní. BHRG stofnunin í Ungverjalandi hefur staðið fyrir rannsóknum um tengsl hreyfingar og þroska heila og taugakerfis með áherslu á snemmtæka íhlutun. Dr.Katalin Lakatos, barnasjúkraþjálfari er stofnandi og forstöðumaður BHRG-stofnunarinnar en þar...

Bikarkeppni Íþróttasambands fatlaðra í sundi fer fram í Laugardalslaug laugardaginn 11. júní.

Upphitun hefst kl. 14:00Keppni kl. 15:00Fyrirkomulag bikarkeppni skv. reglubók ÍFHvert lið má senda tvo (2) keppendur í hverja grein og hver keppandi má synda í mest þrem (3) greinum. Félag má senda B-lið og C-lið til keppninnar með þeim takmörkunum...

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11