Fréttir

Malmö Open 6.-9. febrúar 2020

Malmö Open mótið fer fram dagana 6.-9.. febrúar 2020. Síðastliðin ár hafa þónokkur aðildarfélög fatlaðra á Íslandi lagt land undir fót til að taka þátt í Malmö Open.

Kynningarfundur Unified verkefna í dag

Í dag fer fram kynningarfundur á tækifærum sem skapast hafa í gegnum verkefni Special Olympics „Unifed sport" og „Unified schools“ sem byggir á blöndun og samfélagi án aðgreiningar.

Ólympíuleikvangurinn í Tokyo reiðubúinn í átökin

Framkvæmdum við Ólympíuleikvanginn í Tokyo er lokið og leikvangurinn því reiðubúinn í átökin fyrir Ólympíuleikana og Paralympics á næsta ári. Kostnaðurinn var 157 milljarðar jena eða 1,4 milljarðar dollara.

Góðar móttökur á Vestfjörðum þar sem leikskólabörnum er kennt á gönguskíði

Það var vel tekið á móti fulltrúum ÍF þegar haldin var kynningardagur YAP á Vestfjörðum 19. nóvember Ásta Katrín Helgadóttir, íþróttakennari á heilsuleikskólanum Skógarási Ásbrú og Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, frkvstj. Special Olympics á Íslandi kynntu YAP verkefnið sem fékk góðan...

IPC í samstarf við Airbnb

Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) og Airbnb hafa náð samningum sem gerir Airbnb að samstarfsaðila IPC næstu fimm Paralympics-leika. Samningurinn mun vera einkar vel heppnaður fyrir t.d. áhorfendur og aðdáendur og íþróttafólk úr röðum fatlaðra.

Sonja og Thelma á leið til Póllands

Sundkonurnar Sonja Sigurðardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir frá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík halda á morgun áleiðis til Póllands í áframhaldandi baráttu sinni fyrir þátttökuseðlinum fyrir Tokyo Paralympics 2020.

Myndband: Stór og vönduð kynning á íþróttum fatlaðra

Paralympic-dagurinn 2019 fór fram í októbermánuði en þetta var fimmta árið í röð sem Paralympic-dagurinn fer fram. Á deginum eru íþróttir fatlaðra á Íslandi kynntar gestum og gangandi en öll fimm árin hefur kynningin farið fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. ...

Danssamband Íslands stígur skref til framtíðar með ,,Stjörnuflokki" á mótum DSÍ

Á stjórnarfundi DSÍ 23. október 2019 var  samþykkt að setja á fót sérstakan keppnis/sýningar flokk fundir heitinu ,,,Stjörnuflokkur "á mótum DSÍ. Þessi flokkur er fyrir fólk sem t.d. vegna fötlunar  hefur ekki átt sömu tækifæri í hefðbundinni danskeppni skv reglum DSÍ. Keppendur í...

Hulda kastaði 9,61 meter: Ísland lýkur þátttöku á HM

Þátttöku Íslands á heimsmeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum er lokið en nú í kvöld var kúluvarparinn Hulda Sigurjónsdóttir að taka þátt í kúluvarpi F20 kvenna. Hulda kastaði lengst 9,61 meter en að þessu sinni dugði það ekki til að ná...

Stefanía rétt við sinn besta tíma í 400m hlaupinu

Stefanía Daney Guðmundsdóttir hefur lokið keppni á HM fatlaðra í frjálsum íþróttum sem nú stendur yfir í Dubai. Stefanía var rétt í þessu að ljúka við hlaup í undanrásum í 400m hlaupi T20 kvenna.

HM í frjálsum haldið í Kobe 2021

Nú þegar næstsíðasti dagur heimsmeistaramóts fatlaðra í frjálsum er hálfnaður er ekki úr vegi að skyggnast örlítið inn í framtíðina fyrir íslenskt frjálsíþróttafólk. Næsta ár er Paralympics-ár sem nær hámarki með leikunum í Tokyo. Að Paralympics-loknum hefur IPC tilkynnt að...

Kynningardagur YAP á Vestfjörðum 19. nóvember Snemmtæk íhlutun og markviss hreyfiþjálfun

Kynningardagur YAP (Young Athlete project) verður á Vestfjörðum 19. nóvember. Kynningin fer fram í leikskólanum  Glaðheimum, Bolungarvík frá kl. 13.00 - 15.00. YAP verkefnið er alþjóðlegt verkefni á vegum Special Olympics samtakanna og markmið er að stuðla að markvissri hreyfiþjálfun barna,...

Bæting hjá Stefaníu og Bergrúnu en missa naumlega af úrslitum

Báðar frjálsíþróttakonurnar Stefanía Daney Guðmundsdóttir og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir bættu persónulegan árangur sinn á HM í Dubai í morgun en þrátt fyrir það urðu þær stöllur að fella sig við að missa af úrslitum í sínum greinum. Stefanía keppti í...

Viðtöl: Stóri dagurinn í Dubai runninn upp

Allar þrjár íslensku frjálsíþróttakonurnar verða í eldlínunni í dag á heimsmeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum sem nú stendur yfir í Dubai. Ifsport.is ræddi við Stefaníu Daney og Huldu en þær hefja loks leik núna á næstsíðasta keppnisdegi HM.

Besti tími ársins hjá Bergrúnu í undanrásum 100m hlaupsins

Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, ÍR, náði í morgun besta tíma sínum á árinu þegar hún keppti í undanrásum í 100m hlaupi á heimsmeistaramóti fatlaðra sem nú stendur yfir í Dubai. Bergrún kom í mark á tímanum 14,97 sek. og hafnaði...

Fulltrúi Special Olympics í Evrópu heimsækir Ísland og kynnir ,,Unified Sport, Unified schools og Youth Summitt"

Mánudaginn 25. nóvember 2019 kl. 17.00 verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, 3  hæð, opinn kynningarfundur á tækifærum sem hafa skapast í gegnum verkefni Special Olympics ,, Unifed sport",og ,, Unified schools" sem byggir á blöndun og samfélagi án aðgreiningar. Einnig...

Mikið við að vera á HM næstu þrjá daga

Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum í þróttum stendur nú sem hæst í Dubai og næstu þrjá daga verða íslensku keppendurnir í eldlínunni. Á morgun stígur Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir aftur á stokk þegar hún keppir í undanrásum í 100m hlaupi T37. Undanrásirnar...

Bergrún fimmta á nýju persónulegu meti

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, ÍR, hafnaði í 5. sæti í langstökki á heimsmeistaramóti fatlaðra sem nú stendur yfir í Dubai. Bergrún sem keppir í flokki T37 (hreyfihamlaðir) var í fjórða sæti eftir fimm fyrstu umferðirnar en hin franska Manon Gnest náði...

Viðtal: Bergrún hefur leik á HM í dag

Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, ÍR, hefur í dag keppni á heimsmeistaramóti fatlaðra sem nú stendur yfir í Dubai. Bergrún keppir í þremur greinum á HM en í dag er það keppni í langstökki í flokki F37 sem hefst kl. 14.03...

Róbert með silfur í 200m fjórsundi - Már aftur undir gildandi heimsmeti

Róbert Ísak Jónsson sundmaður frá Firði/SH vann í dag til silfurverðlauna á sameiginlegu Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra og Sundsambands Íslands en Róbert keppir í flokki S14 (þroskahamlaðir).