ÍF og Smartmedia gangsetja nýja síðu


Íþróttasamband fatlaðra í samstarfi við vefhönnunar- og margmiðlunarfyrirtækið Smartmedia hefur sett í loftið nýtt útlit á heimasíðu sambandsins, www.ifsport.is 


Smartmedia, stofnað 2008, sá um hönnun og uppsetningu á nýju síðunni en Smartmedia hefur aðsetur í Reykjavík og Vestmannaeyjum.


Ýmsar nýungar verða í boði á síðunni en við þessi tímamót vill Íþróttasamband fatlaðra koma á framfæri innilegu þakklæti til Geirs Sverrissonar fyrir sína óeigingjörnu vinnu við eldri síðu og fréttakerfi sambandsins. 


Nýja síðan er enn að taka á sig mynd og verið er hægt en örugglega að koma öllum gögnum fyrir á nýjum stað og vonast til þess að á næstu vikum verði allt efni af gömlu síðunni orðið aðgengilegt á þeirri nýju. 


Viðmót síðunnar er snjalltækjavænt og skoðast hún vel bæði í farsímum og spjaldtölvum. Hér eftir verður notast við vefumsjónarkerfið Smartwebber sem byggt var og hannað af Smartmedia. Íþróttasamband fatlaðra fer þess á leit við lesendur síðunnar að endilega koma með ábendingar í tengslum við nýju síðuna á if@ifsport.is 


Mynd/ Stefán Þór - Til vinstri er Garðar Heiðar Eyjólfsson fulltrúi Smartmedia og til hægri er Jón Björn Ólafsson íþróttafulltrúi og forstöðumaður þjónustusviðs Íþróttasambands fatlaðra. Myndin var tekin í blíðviðrinu í Laugardal í dag þegar nýja síðan fór í loftið.