NM í Boccia 2016



Um miðjan maí fór Norðurlandamót fatlaðra í boccia fram í Pajulahti í Finnlandi en mótin eru haldin annað hvert ár til skiptis á Norðurlöndunum. Ísland sendi fimm keppendur til þátttöku á mótinu í ár en það voru Ástvaldur Bjarnason, Nes sem keppti í „klassa“1 með rennu, Aðalheiður Bára Steinsdóttir, Grósku, „klassa“2, Berglind Daníelsdóttir, Nes og Sigrún Friðriksdóttir, Snerpu sem kepptu í „klassa“3s og Hjalti Bergman Eiðsson, ÍFR sem keppti í „klassa“4.
Allir okkar keppendur tóku þátt í einstaklingskeppninni en að auki tóku Berglind og Sigrún þátt í sveitakeppni í sínum flokki. Þrátt fyrir að koma ekki heim hlaðin verðlaunapeningum þá stóð okkar fólk sig með prýði, allt frá því að vinna leiki eða vinna lotur.
Úrslit mótsins urðu eftirfarandi.