Thelma sjöunda og Sonja fimmta í gær



Stöllurnar Thelma Björg Björnsdóttir og Sonja Sigurðardóttir frá ÍFR voru á ferðinni á EM í Portúgal í gær. Thelma Björg hafnaði í 7. sæti í 200m fjórsundi SMB á tímanum 3:40.41mín. og Sonja Sigurðardóttir varð fimmta í 50m baksundi S4 á tímanum 1:02.40mín.

Thelma og Sonja eru aftur á ferðinni í dag en Thelma var rétt í þessu að synda sig inn í úrslit í 100m skriðsundi. Sonja  varð svo níunda í undanrásum áðan í 50m bringusundi SB3 og er því fyrsti varamaður inn í úrslit í kvöld ef einhver hinna átta keppendanna getur með einhverju móti ekki keppt.

Hér er hægt að fylgjast með mótinu í beinni

Mynd/ Sverrir Gíslason - Sonja í lauginni í Funchal á EM.