Ísland sendir fimm keppendur á NM í boccia


Norðurlandamót fatlaðra í boccia fer fram í Finnlandi dagana 13.-16. maí næstkomandi. Ísland sendir fimm keppendur til þátttöku í mótinu. Karl Þorsteinsson formaður boccianefndar ÍF verður fararstjóri í ferðinni.

Norðurlandamótið fer fram í Pajulahti sem er ríflega 120 km. norður af höfuðborginni Helsinki.
 
Íslenski hópurinn á NM í boccia 2016:
 
Ástvaldur Ragnar Bjarnason - Nes - klassi 1 með rennu
Aðalheiður Bára Steinsdóttir - Gróska - klassi 2
Sigrún Friðriksdóttir - Snerpa - klassi 3 sitjandi
Berglind Daníelsdóttir - Nes - klassi 3 sitja
Hjalti Bergmann Eiðsson - ÍFR - klassi 4

*Klassi 3 sitjandi er nýr klassi (flokkur) á Norðurlandamótinu. Um er að ræða tilraunaklassa þar sem komið verður í veg fyrir að sitjandi keppendur mæti standandi keppendum.


Mynd/ Hjalti Bergmann Eiðsson keppandi frá ÍFR hefur um árabil verið á meðal reynslumestu og fremstu boccia-spilara landsins.