Vorboðinn ljúfi snemma á ferðinni



Kiwanisklúbburinn Hekla gengur jafnan undir nafninu „Vorboðinn ljúfi“ hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Kiwanisklúbburinn hefur styrkt myndarlega við bakið á starfi sambandsins um árabil og á því varð engin breyting þetta árið.

Fulltrúar klúbbsins heimsóttu skrifstofur ÍF á dögunum og afhentu rausnarlegan styrk til sambandsins og vilja stjórn og starfsfólk ÍF koma á framfæri innilegu þakklæti til klúbbmeðlima.

Þó vorboðinn ljúfi hafi verið á ferðinni í köldum janúarmánuði þá yljar það engu að síður að vita til þess hve mörgum sé annt um starfsemina.

Árið í ár er Paralympicsár og á síðasta ári var stærsta verkefni sambandsins þátttaka í sumarleikum Special Olympics. Ekki líður það starfsár að undirbúin séu risavaxin verkefni fyrir íþróttafólk með fötlun og því gríðarlega mikilvægt að finna fyrir jafn góðum stuðningi og raun ber vitni.

Mynd/ Þórður Árni Hjaltested varaformaður ÍF og Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs ÍF stilltu sér upp með félögum úr Kiwanisklúbbi Heklu.