Eldglæringar á Íslandsmóti ÍF í Vestmannaeyjum, glæsilegt Íslandsmót Eyjamanna


Íslandsmót ÍF í boccia einstaklingskeppni fór fram með glæsibrag í Vestmannaeyjum um helgina. Umsjón hafði íþróttafélagið Ægir undir stjórn formanns félagsins Sylvíu Guðmundsdóttur. Glæsileg mótssetning var á föstudagskvöld og það var mikið sjónarspil að sjá eldglæringar umkringja keppendur sem gengu inn í salinn, eftir að ljós höfðu verið slökkt. Ávarp fluttu Þórður Á Hjaltested formaður IF og Heimir Hallgrímsson, fyrrv. landsliðsþjálfari, Jarl Sigurgeirsson, trúbador Eyjamanna hélt uppi stuði, sérstakt mótslag var kynnt og mikið var lagt í viðburðinn. 

Jósef W Danielsson Nes, var efstur i 1 deild, í rennuflokki var efstur Bernharður Jōkull Hlōðversson, Ægi og í flokki BC 1 - 4 var efstur Ingi Bjorn Þorsteinsson IFR. Mikil keppni var í öllum deildum og sigurvegarar í öðrum deildum voru,  2. deild, Kristín Lara Sigurðardottir, IFR, 3 deild Kolbeinn Jóhann Skagfjorð, Akri, 4 deild Ómar Karvel, Ívari, 5 deild Ágúst Þór Guðnason, Suðra. Verðlaun veittu Þórður A Hjaltested formaður IF, Vigdís Svavarsdóttir, frá logreglunni f.h. LETR og Sylvía Guðmundsdóttir formaður Ægis. Allir komu saman á flottu lokahófi þar sem Einsi Kaldi bauð upp á einstakan mat og hann hefur verið pantaður til Isafjarðar á lokahófið 2019. Á lokahófi ÍF afhenti Margrét Kristjánsdóttir, í stjórn ÍF, formanni Ægis áletraðan platta frá Íþróttasambandi fatlaðra og þakkaði formanni og stjórn Ægis og öllum sem aðstoðuðu við undirbúning og framkvæmd Íslandsmótsins fyrir sitt framlag og frábært samstarf. Til hamingju með árangurinn, keppendur og glæsilegt mót Ægir og Eyjamenn.