Heimsmeistaramótið fært fram til 27.nóvember - 7. desember


Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) gaf í gær út yfirlýsingu þess efnis að ákveðið hefði verið að setja heimsmeistaramót fatlaðra í sundi á að nýju eftir þær náttúruhamfarir sem gengu yfir Mexíkóborg í septembermánuði. Fresta varð mótinu vegna þessa en nú hefur það verið sett á að nýju dagana 27. nóvember - 7. desember næstkomandi.


Ákvörðunin um að setja mótið á að nýju kom í kjölfar ítarlegra viðræðna IPC, undirbúningsnefndarinnar í Mexíkó og borgaryfirvalda og ítarlega skoðun á mannvirkjum í borginni. Þjóðlönd hafa nú fram til 8. október næstkomandi til þess að tilkynna um áhuga á þátttöku og hefur Ísland þegar tilkynnt þátttöku í mótinu.


Frekari upplýsinga er að vænta þann 8. október næstkomandi eða næstu daga þar á eftir þegar öll aðildarlönd IPC hafa fengið tíma til að skila inn gögnum vegna mögulegrar þátttöku sinnar.


ÍF mun færa frekari fréttir af málinu þegar þær berast.