Þakkarskjöl afhent vegna alþjóðaleika Special Olympics 2017


Þakkarskjöl voru afhent nokkrum aðilum í gær vegna alþjóðavetrarleika Special Olympics 2017.Íslandsbanki Cintamani og Handprjónasambandið fengu afhent þakkarskjöl en Helga Olsen fararstjóri og skautaþjálfari aðstoðaði Önnu K Vilhjálmsdóttur við afhendingu skjalanna. Móttökur voru mjög góðar og allir glaðir með þessa viðurkenningu.

Íslandsbanki er aðalstyrktaraðili Special Olympics á Íslandi og hefur verið í fjölda ára. Cintamani gaf gaf hópnum úlpur og veglegan afslátt af öðrum vörum. Handprjónasambandið gaf  lopapeysur en Handprjónasambandið gaf einnig lopapeysur á alþjóðavetrarleika Special Olympics 2013. Velvilji og stuðningur við verkefni ÍF og Special Olympics á Íslandi er ómetanlegur og það er ekki síst mikilvægt að byggja upp gagnkvæmt traust til að styrktaraðilar vilji vera með aftur ef til þeirra er leitað. Fjölmargir aðrir lögðu lið eða styrktu verkefnið og allir þessir aðilar fá innilega þakkir