73. Íþróttaþing ÍSÍ 5. - 6. maí


73. Íþróttaþing ÍSÍ verður haldið í Gullhömrum í Reykjavík 5. - 6. maí nk. Íþróttaþing ÍSÍ er æðsti vettvangur íslenskrar íþróttahreyfingar. Þingsetning verður föstudaginn 5. maí og hefst kl. 15:00. 

Fyrir þinginu liggur tillaga um kosningu þriggja nýrra Heiðursfélaga ÍSÍ, sem borin verður upp í upphafi þings. Þá liggja fyrir þinginu margar tillögur um ýmis mál er varða málefni íþróttahreyfingarinnar og þar ber án efa hæst reglugerð um afrekssjóð ÍSÍ. Öll þinggögn má finna hér á vefsíðu ÍSÍ.

Kosningar til forseta ÍSÍ og framkvæmdastjórnar ÍSÍ fara fram á laugardeginum 6. maí. Þá verður einnig útnefnt í Heiðurshöll ÍSÍ en nú þegar hafa 15 einstaklingar verið útnefndir í Heiðurshöll ÍSÍ.

Gert er ráð fyrir að íþróttaþinginu ljúki á laugardagseftirmiðdag.