Dagana 27. – 30. apríl 2017 stendur yfir opna Breska meistaramót fatlaðra í sundi í Sheffield


 

Tveir sundmenn munu keppa fyrir Íslands hönd og eru þeir mættir til Englands þar sem þeir munu einnig hljóta alþjóðlega flokkun. Sundmennirnir eru Róbert Ísak Jónsson og Þórey Ísafold Magnúsdóttir og með keppendunum fóru Tomas Hajek þjálfari og Kolbrún Sjöfn Jónsdóttir, aðstoðarkona og farastjóri.

Æfingar eru í fullum gangi og hótelin og sundlaugarnar eru að fyllast af keppendum. Flokkun hófst 25. apríl en mótið sjálft hefst fimmtudaginn 27. apríl næstkomandi.