Jóhann hefur lokið keppni á HM


Skíðamaðurinn Jóhann Þór Hólmgrímsson hefur lokið þátttöku sinni á heimsmeistaramóti fatlaðra í alpagreinum en mótið fór fram í Tarvisio á Ítalíu. Jóhann keppti í fjórum greinum og lauk þátttöku í tveimur þeirra.


Í dag síðasta keppnisdaginn var keppt í svigi þar sem Jóhann hafnaði í sautjánda og síðasta sæti þeirra keppenda sem luku við keppni en níu keppendur náðu ekki að ljúka þátttöku í svigkeppninni í sitjandi flokki í dag.


Þetta var í annað sinn sem Jóhann tekur þátt í heimsmeistaramóti fyrir Íslands hönd en árið 2014 varð hann einnig fyrstur íslenskra karlamanna til þess að keppa á Vetrar Paralympics með þátttöku sinni í Sochi í Rússlandi.


Jóhann og þjálfararnir Einar Bjarnason og Þórður Georg Hjörleifsson eru væntanlegir aftur heim til Íslands á morgun.


Úrslit dagsins í svigkeppninni