Jón Margeir íþróttamaður Kópavogs 2016


Jón Margeir Sverrisson sundmaður úr Ösp/Fjölni og Svana Katla Þorsteinsdóttir karatekona úr Breiðabliki voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2016. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Íþróttamiðstöðinni Versölum 7. janúar. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá Kópavogsbæ.


Jón Margeir og Svana Katla voru valin úr hópi 43 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum.

Til hamingju Jón Margeir en nánar má lesa um útnefninguna hér.