Thelma með þrjú ný Íslandsmet í upphafi árs


Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir setti þrjú ný Íslandsmet á meistaramóti Reykjavíkur í sundi um síðustu helgi. Mótið fór fram í Laugardalslaug í 25m vegalengd. Metin komu í 200m bringusundi, 50m bringusundi og 100m bringusundi en þetta eru fyrstu Íslandsmet ársins í sundi úr röðum fatlaðra.


Thelma sem syndir fyrir Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík keppir í flokki S6 (hreyfihamlaðir). Thelma synti á 3:57,05mín í 200m bringusundi, 53,54 sek. í 50m bringusundi og 1:52,44 mín. í 100m bringusundi.