150 milljónum veitt úr Afrekssjóði ÍSÍ


Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti þann 8. desember síðastliðinn tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun fyrir árið 2017. Í ár munu styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema samtals rúmlega 150 milljónum króna en þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍSÍ.


Um 100 milljónum króna verður úthlutað síðar á árinu 2017 og þá eftir nýjum reglum Afrekssjóðs sem verið er að vinna að. Í ár hlaut Íþróttasamband fatlaðra samtals 7.750.000,- kr. í úthlutun ÍSÍ.

Nánar má lesa um úthlutun Afrekssjóðs hér