Myndband: Paralympic-dagurinn 2016


Paralympic-dagurinn 2016 fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal þann 22. október síðastliðinn. Fjöldi gesta lagði leið sína í Laugardal til að taka þátt í þessum stóra og skemmtilega kynningardegi á íþróttum fatlaðra á Íslandi.


Sveppi bauð gesti velkomna og skoraði á gesti í hinum ýmsu íþróttagreinum. Þetta var annað árið í röð sem Paralympic-dagurinn er haldinn og ljóst að þessi stóri og skemmtilegi kynningardagur er kominn til að vera. 


Íþróttasamband fatlaðra þakkar öllum þeim sem lögðu leið sína í Frjálsíþróttahöllina, samstarfs- og styrktaraðilum sem og öllum þeim félögum, nefndum og hagsmunahópum fatlaðra sem tóku þátt í að gera daginn jafn myndarlega úr garði og raun bar vitni.


Hér að neðan er myndband frá Paralympic-deginum 2016 en Karl West Karlsson setti saman þetta skemmtilega myndband fyrir Íþróttasamband fatlaðra:

 

Ljósmynd/ Þorsteinn Halldórsson Paralympic-fari í bogfimi sýndi gestum réttu handtökin í bogfiminni.