Helgi fimmti á nýju Paralympic-meti!


Helgi Sveinsson varð í kvöld fimmti í spjótkastkeppni F42-44 á Parlympics í Ríó de Janeiro. Lengsta kast Helga í keppninni var 53.96m. en það er nýtt Paralympic-met í flokki F42.


Kastsería Helga í keppninni:


53.96 - 48.88 - 52.72 - 53.45 - 53.32 - 49.99


Þar með hefur Helgi lokið þátttöku sinni á Paralympics en sigurvegari keppninnar í kvöld var Akeem Stewart sem setti nýtt heimsmet í flokki F43 þegar hann kastaði 57.32 metra.

Það var ekkert launungarmál að lokinni keppni að Helgi var svekktur með að komast ekki á pall en hann stefndi ótrauður á sigur í greininni. Hann var ötullega studdur í stúkunni í kvöld en á meðal áhorfenda var Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.

Viðtal við Helga á MBL eftir keppni

Viðtal við Helga á RÚV eftir keppni