Þorsteinn brýtur blað í sögu íþrótta fatlaðra á Íslandi


Bogfimiskyttan Þorsteinn Halldórsson varð í vikunni fyrstur Íslendinga til þess að tryggja sér þátttökurétt á Paralympics í bogfimi.

Þorsteinn tók þátt í úrtökumóti í Tékklandi sem fram fór í Nove Mesto og í útstláttarkeppninni mætti hann Spánverja og varð þar að lúta í lægra haldi í Compound keppninni.
 
Þorsteinn hafði svo sigur gegn Norðmanni í baráttunni um bronsverðlaunin og tryggði sér þannig farseðilinn á Paralympics í Ríó de Janeiro í septembermánuði.

Glæsilegur árangur hjá Þorsteini sem hefur verið önnum kafinn frá síðasta sumri þar sem hann tók þátt í heimsmeistaramótinu í bogfimi og nú fyrr í sumar tók hann þátt í Evrópumeistaramótinu. Mótið í Tékklandi var síðasti séns fyrir Þorstein að tryggja sig inn til Ríó og það hafðist eftir mikla og glæsilega baráttu.