Stefanía með nýtt Íslandsmet á Ítalíu



Nýtt Íslandsmet í 400m hlaupi T20 (þroskahamlaðir) leit dagsins ljós á Evrópumeistaramóti fatlaðra í morgun þegar Stefanía Daney Guðmundsdóttir, Eik, kom í mark á tímanum 1.08,97 mín.

Tíminn er nýtt Íslandsmet en þetta er í þriðja sinn sem Stefanía keppir á brautinni í Grosetto á Ítalíu og í öll skiptin hefur hún bætt tímana sína! Árangur Stefaníu dugði henni þó ekki inn í úrslit að þessu sinni en úrslitin í greininni fara fram á morgun.

Stefanía verður aftur á ferðinni þann 16. júní næstkomandi þegar hún keppir í langstökki en á morgun keppir Helgi Sveinsson, Ármann, í spjótkasti og Arnar Helgi Lárusson, UMFN, lýkur keppni sinni á mótinu með 100m race.

Mynd/ Kári Jónsson - Stefanía í startblokkinni á Ítalíu í morgun.