Ráðstefna um áhrif hreyfingar á þroska heila og taugakerfis með áherslu á snemmtæka íhlutun


Mjög athyglisverð ráðstefna var haldin á Íslandi 6. júní. BHRG stofnunin í Ungverjalandi hefur staðið fyrir rannsóknum um tengsl hreyfingar og þroska heila og taugakerfis með áherslu á snemmtæka íhlutun. Dr.Katalin Lakatos, barnasjúkraþjálfari er stofnandi og forstöðumaður BHRG-stofnunarinnar en þar er unnið að mati og meðferðarúrræðum fyrir börn með þroskafrávik, hegðunarvanda og taugakerfistengd heilkenni. Börn, þriggja mánaða og eldri njóta meðferðarúrræða BHRG og rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun er mjög mikilvæg. 
Sérfræðingar frá BHRG stofnuninni kynntu áralangar rannsóknir og fulltrúar frá Slóvakíu og Rúmeníu sögðu frá samstarfi við BHRG stofnunina. Einnig var kynnt á ráðstefnunni starfsemi styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, YAP sem er verkefni Special Olympics á Íslandi,starf heilsuleikskóla Skóla ehf og starfsemi Fyrirburafélagsins.

Í fjarveru Önnu Siko sendiherra, flutti ávarp f.h. ungversku ríkistjórnarinnar, Deputy state secretary  Ungverjalands, Zsigmond Perényi sem er á Íslandi í opinberri heimsókn.
Skipuleggjandi ráðstefnunnar var Krisztina G. Aueda framkvæmdastjóri Hreyfilands en hún er samstarfsaðili hjá BHRG og BHRG therapyst.