ÍF klæðist Macron fram yfir Vetrar-Paralympics 2018



Íþróttasamband fatlaðra og ítalski íþróttavöruframleiðandinn Macron hafa gert með sér tveggja ára styrktar- og samstarfssamning. Samningurinn var undirritaður síðastliðinn föstudag á blaðamannafundi til kynningar á Evrópuverkefnum sambandsins í frjálsum og sundi sem fram fara á næstunni.

Macron hefur höfuðstöðvar í Bologna á Ítalíu en það voru eigendur Macron Store í Reykjavík, þeir Hafþór Hafliðason og Halldór Birgir Bergþórsson, sem undirrituðu nýja samninginn ásamt Sveini Áka Lúðvíkssyni formanni Íþróttasambands fatlaðra.

Íþróttafólk á vegum ÍF mun klæðast fatnaði Macron á næstu stórmótum og þannig verða keppendur Íslands á Evrópumeistaramótinu í sundi og Evrópumeistaramótinu í frjálsum í Macron fatnaði sem og á Paralympics í Ríó de Janeiro í septembermánuði.

Heimasíða Macron á Íslandi

Mynd/ Jón Björn - Frá vinstri: Hafþór Hafliðason, Macron, Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF, Halldór Birgir Bergþórsson, Macron, og fremst á mynd er sundkonan Sonja Sigurðardóttir frá ÍFR en Sveinn og Sonja eru í Macron-jökkum sem íþróttamen Íslands á EM í frjálsum og sundi munu klæðast í sumar.