Íslandsmót ÍF í borðtennis 23. apríl í Grindavík



Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Grindavík þann 23. apríl næstkomandi. Þetta verður í fyrsta sinn sem mótshluti Íslandsmóts Íþróttasambands fatlaðra mun fara fram í Grindavík.

Skráningargögn hafa þegar verið send til aðildarfélaga ÍF en þá sem vanhagar um skráningarformið geta haft samband á if@ifsport.is

Skráningum skal skila eigi síðar en þann 18. apríl næstkomandi og eiga þær að berast á iar@verkis.is með cc á if@ifsport.is  og Helgi.T.Gunnarsson@landsbankinn.is

Drög að dagskrá mótsins:

09:00 Húsið opnar (íþróttamiðstöð Grindavíkur)
10:00 Mótssetning
10:05 Keppni hefst í tvíliðaleik og aðrir flokkar fylgja í kjölfarið.
15:00 Áætluð mótslok

Mynd/ Frá Íslandsmóti ÍF í borðtennis 2015.