EM í sundi í beinni á Funchal2016.com


Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi fer fram dagana 1.-7. maí næstkomandi í Funchal í Portúgal og nú hefur Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) greint frá því að mótið verði allt sýnt í beinni á netinu en útsendingarnar verður hægt að nálgast á funchal2016.com

 

Hér er hægt að nálgast keppnisdagskrá mótsins en undanrásir hefjast kl. 09:00 alla morgna að staðartíma og úrslit kl. 17:00.

 

EM í sundi er síðasta stórmót sundmanna fyrir Ólympíumót fatlaðra sem fram fer í Rio de Janeiro í Brasilíu í september en það mót verður það fyrsta í sögunni sem fram fer í Suður-Ameríku.

Keppendur Íslands á EM verða kynntir innan tíðar.