Jóhann kominn heim með þrjú brons



Skíðamaðurinn Jóhann Þór Hólmgrímsson er kominn heim frá Winter Park í Bandaríkjunum þar sem hann hefur dvalið við æfingar og keppni frá haustinu 2015. Jóhann vann í vetur til sinna fyrstu verðlauna er hann hafnaði í 3. sæti í Park City í Utah í svigi.
 
Dagana 21.-24. mars keppti Jóhann á US Nationals mótinu og IPC Loon mótinu og þar vann hann einnig til tveggja bronsverðlauna en Jóhann keppir í sitjandi flokki í alpagreinum.
 
Úrslit US Nationals: 10 sæti í stórsvigi og 3 sæti í svigi.
Úrslit IPC Loon 2016: 9 sæti í stórsvigi og 3 sæti í svigi
 
Skíðaárið sem er að baki hjá Jóhanni er hans langbesta frá upphafi en hann hefur tekið stórstigum framförum frá árinu 2014 þegar hann varð fyrstur íslenskra karla til þess að keppa á Vetrar Paralympics í alpagreinum sem þá fór fram í Sochi í Rússlandi.

Mynd af Facebook-síðu Jóhanns