Hilmar lét finna fyrir sér á opna austurríska


Skíðamaðurinn ungi Hilmar Snær Örvarsson frá skíðadeild Víkings tók þátt í opna austurríska skíðamótinu á dögunum þar sem hann hafnaði í 4. sæti í svigi í fullorðinsflokki. Upphaflega stóð til að skrá Hilmar í keppni í unglingaflokki en sökum fámennis fékk hann þátttöku í fullorðinsflokki og náði 4. sæti! Frábær árangur hjá þessum unga og efnilega íþrótamanni.

Þórður Georg Hjörleifsson þjálfari Hilmars var með honum ytra og sagði: „Ég var gríðarlega ánægður með skíðunina og árangurinn hjá honum í sviginu.“

Með 4. sæti í fullroðinsflokki hafði Hilmar sigur í unglingaflokknum og varð svo í 10. sæti í stórsvigi í fullorðinsflokki. „Hann ætlaði sér mikla hluti að venju en gerði mistök neðst í brautinni og lagðist á hliðina en hann kláraði og fór seinni ferðina sem var síðan frábærlega skíðuð hjá honum,“ sagði Þórður og var ánægður með árangur ferðarinnar.

Mynd/ Frá keppninni í Mellau í Austurríki í marsbyrjun.