Íslandsmótið hafið í Reykjanesbæ



Íslandsmót ÍF í samstarfi við Íþróttafélagið Nes var sett í Reykjanesbæ í morgun. Fjölmargir iðkendur úr röðum fatlaðra eru staddir í Reykjanesbæ þessa helgina og koma þeir víðsvegar að af landinu.

Um helgina verður keppt í boccia, sundi og lyftingum en boccia-keppnin fer fram í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík, sundkeppnin fer fram í Vatnaveröld og lyftingakeppnin fer fram í íþróttahúsi Njarðvíkur í lyftingaaðstöðu Massa.

Nánar um dagskrá mótsins hér

Mynd/ Liðsmenn Ægis frá Vestmannaeyjum voru hressir og klárir í slaginn við mótssetninguna í morgun.