Þrettán Íslandsmet í frjálsum innahúss!



Eik fór á kostum á Íslandsmótinu í frjálsum

Íslandsmót ÍF í frjálsum íþróttum innanhúss var haldið í fyrsta sinn samhliða Meistaramóti FRÍ um helgina. Fyrsta mótið sem keyrt var samhliða var utanhúss mótið sl. sumar. Á Meistararamóti Íslands 2016 sem fór fram undir góðri stjórn Ármenninga  voru 165 keppendur frá FRÍ og 30 keppendur frá ÍF. 

Frjálsíþróttanefnd ÍF, Kári Jónsson, landsliðsþjálfari ÍF, fulltrúar Ármanns og FRÍ stóðu saman að því að skipuleggja samstarfið og það er sérlega ánægjulegt að sjá hvað vel hefur tekist til. Góður grunnur hefur verið lagður að framtíðarsamstarfi varðandi skipulag Íslandsmóts ÍF í frjálsum íþróttum. Þetta fyrirkomulag gefur fötluðu íþróttafólki ný tækifæri og skapar glæsilega umgjörð um Íslandsmót fatlaðra sem sannarlega skilaði sér í árangri íþróttafólksins, en alls settu keppendum á vegum ÍF 13 Íslandsmet

Eftirtalin félög áttu fulltrúa í keppendahópi ÍF:  Umf. Afturelding, Umf, Njarðvíkur, Ármann, Eik, ÍFR, Nes og Suðri.  

Í hópi Íslandsmethafa var  Hulda Sigurjónsdóttir sem sýndi enn einu sinni hve öflug hún er, þegar hún kastaði 10.19 m í kúluvarpi á Íslandsmóti IF um helgina. Hulda hefur sýnt óþrjótandi metnað og eljusemi á þeirri vegferð sem hún er sem kúluvarpari. Markmið hennar er að ná lágmörkum til að komast á Paralympics í Ríó 2016 og þá þarf hún að kasta 11 metra. Það vantar því „aðeins“ 81 cm upp á að markmiði sé náð.

Íþróttafélagið Eik fór mikinn á mótinu með alls 31 verðlaun!

Íþróttafélagið Eik náði langflestum verðlaunum á Íslandsmótinu eða alls 31 verðlaunum, 15 gull, 11 silfur og 5 brons. Kristófer Fannar Sigmarsson var þar lang afkastamestur enda sigraði hann í öllum sínum 9 greinum og setti 6 Íslandsmet. Og Stefanía Daney Guðmundsdóttir rakaði saman verðlaunum í kvennagreinum. Þá sigraði hin unga Helena Ósk Hilmarsdóttir í 3 greinum í flokki 35-38.

ÍFR varð númer tvö með 6 gull og tvö silfur, alls 8 verðlaun. Þar var Erlingur Ísar Viðarsson með 4 gullverðlaun.

Njarðvík varð í 3. sæti með 3 gull. Arnar Helgi Lárusson í fl. 53, allt Íslandsmet.

Ármann varð númer 4 með 2 gull.

Ösp varð 5. með 1 gull, 1 silfur og 3 brons, alls 5 verðlaun.

Suðri í 6. sæti náði í 1 gull.

Nes í 7. sæti var með 1 silfur og 1 brons, alls 2 verðlaun.

Afturelding í því 8. var með 2 brons verðlaun.

Metin sem féllu í Laugardal þessa helgi:

Grein - Nafn - fæðingarár - flokkur - félag - árangur

60m Kristófer Fannar Sigmarsson 91 T20 Eik 7,85 sek
60m Arnar Helgi Lárusson 77 T53 Njarðvík 12,45 sek
200m Kristófer Fannar Sigmarsson 91 T20 Eik 27,09 sek
200m Arnar Helgi Lárusson 77 T53 Njarðvík 34,04 sek
400m Kristófer Fannar Sigmarsson 91 T20 Eik 60,39 sek
400m Arnar Helgi Lárusson 77 T53 Njarðvík 72,27 sek
800m Kristófer Fannar Sigmarsson 91 T20 Eik 2:42,64 mín
800m Michell Thor Messelter 90 T35-38 ÍFR 3:22,74 mín
3000m Kristófer Fannar Sigmarsson 91 T20 Eik 14:03,17 mín
3000m Pálmi Guðlaugsson 87 T35-38 ÍFR 20:15,79 mín
Langstökk Stefanía Daney Guðmundsdóttir 97 F20 Eik 4,60 m
Þrístökk Kristófer Fannar Sigmarsson 91 F20 Eik 11,09m
Kúluvarp 4kg Hulda Sigurjónsdóttir 85 F20 Suðri 10,19m



Myndir/ Hluti af liðsmönnum Eikar sem fóru mikinn á mótinu um síðustu helgi og á neðri myndinni er Hulda Sigurjónsdóttir með nýja Íslandsmetið sitt í kúluvarpi.